Fara í innihald

José Echegaray

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
José Echegaray (1904)

José Echegaray y Eizaguirre (19. apríl 18324. september 1916) var spænskt leikskáld og stjórnmálamaður sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1904.

Líf og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Echegaray fæddist í Madríd sonur háskólaprófessors í grísku. Hann fékk hámenningarlegt uppeldi og þegar á barnsaldri drakk hann í sig verk helstu meistara bókmenntasögunnar, auk þess að sýna mikla stærðfræðihæfileika. Aðeins tvítugur að aldri lauk hann verkfræðiprófi frá háskóla og hóf störf sem slíkur.

Árið 1854 sneri hann sér að kennslustörfum og fór á næstu árum að sinna þjóðfélagsmálum í vaxandi mæli. Lýðræðissinnar gerðu stjórnarbyltingu á Spáni árið 1868 og tók Echegaray sæti í byltingarstjórninni. Hann gegndi ráðherraembættum á næstu árum en sneri baki við stjórnmálum árið 1874, en eftir það má segja að rithöfundaferill hans hafi byrjað fyrir alvöru.

Hann var afkastamikill leikritahöfundur allt til æviloka, auk þess að skrifa mikið um stærðfræði og eðlisfræði. Verk hans voru þunglamaleg í takt við spænska leikhúshefð nítjándu aldar og eru sjaldan sett upp í seinni tíð. Árið 1904 hlaut hann Nóbelsverðlaunin ásamt franska skáldinu Frédéric Mistral.